Margslungið og skapandi hlutverk kennarans

Höfundur er Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Í dag er alþjóðadagur kennara. Mikilvægi kennarastarfsins er óumdeilt og hvert það samfélag sem kappkostar að hlúa vel að kennurum allra skólastiga mun uppskera ríkulega. Á tímum örra breytinga er hlutverk kennarans í sífelldri þróun, og í raun má segja að aldrei hafi verið jafn mikil þörf fyrir eiginleika á borð við sveigjanleika, samstarfshæfni og skapandi hugsun hjá kennurum, kennaranemum og skólastjórnendum. En sígild stef kennarastarfsins hafa síður en svo glatað gildi sínu, stef á borð við ígrundun og skilning á því hvernig börn á ólíkum aldri leika, hugsa, læra og þroskast, hvernig ungt fólk tileinkar sér ólíka hæfni og færni, og þekking kennara á faggreinum og námssviðum. Hjartað í kennarastarfinu er síðan ávallt hin mannlegu samskipti, tengslin sem myndast milli kennara, barna og ungs fólks. Kennarar eru og hafa verið áhrifavaldar í lífi okkar flestra.

Hlutverk kennara í síbreytilegum heimi

Skólinn sem stofnun, hvort sem er um að ræða leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla, hefur gjörbreyst í áranna rás og sama gildir um hugmyndir okkar um menntun. Þjóðir víða um heim hafa skilgreint lykilhæfni 21. aldar í aðalnámskrám sínum, en það er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans. Þetta er hæfni á borð við sköpunargáfu, félags- og samvinnufærni, sjálfstæð vinnubrögð, tjáningu og miðlun, gott siðferði, læsi á upplýsingar, gagnrýna hugsun, skilning á náttúru, menningu, sögu og samfélagi. Kennarar og skólastjórnendur bera hitann og þungann af því að innleiða ofangreindar áherslur í nám og kennslu, leik og starfi. Það er hvorki einfalt verk né fljótunnið og verðskuldar athygli, hvatningu og þátttöku frá samfélaginu öllu, allt frá foreldrum til stjórnvalda.

Kennsla er samstarf

Mikilvægt er að rifja upp að menntun er ekki fyrst og fremst tæknilegt viðfangsefni heldur siðferðilegt og felst í gagnvirku samspili kennara og nemenda, skóla og samfélags. Hér áður fyrr var litið svo á að kennarinn væri fyrst og síðast fræðari, með öll réttu svörin í handraðanum stóð hann ábúðarfullur upp við töflu og jós úr viskubrunni sínum til nemenda sem sátu fremur óvirkir og hlýddu á. Þetta hefur góðu heilli breyst. Gerð er sífellt ríkari krafa um að nemendur séu virkir í eigin námi, hvort sem um er að ræða faggreinanám í framhaldsskóla, útinám í leikskóla eða lestrarnám í grunnskóla. Kennarinn þarf ósjaldan að beita ýmsum brögðum við að kveikja áhuga nemenda og getur þurft að vera allt í senn, fræðari, leiðbeinandi, félagi og fyrirmynd.

Sjónarhorn barna og ungs fólks, þeirra reynsluheimur, upplifun, vöxtur og námsstíll er að sjálfsögðu sífelld uppspretta lærdóms fyrir kennarann sjálfan. Þá lærir kennarinn einnig með og af samstarfsfólki og öðru fagfólki, innan skóla sem utan. Eitt af því sem gerir starf kennarans flókið er að árangur nemenda hvílir á mörgum stoðum og er í raun samstarfsverkefni allra í samfélaginu. Það sem gerist fyrir utan skólann, félagslegur veruleiki nemenda, seytlar inn í skólann og um leið tekst kennarinn á við það vandasama verkefni að koma til móts við hvern einstakling, efla hann og styrkja.

Menntun kennara er ævilöng

Markmið kennaramenntunar hlýtur að vera að útskrifa nemendur sem búa yfir faglegri þekkingu og hæfni sem gerir þeim kleift að endurnýja sig í starfi og leiða þróun nýrra starfshátta. Þjóðir sem þykja bjóða upp á framúrskarandi kennaramenntun leggja ríka áherslu á að slíkt nám sé í senn fræðilegt og hagnýtt. Meginþungi fræðilega hlutans felst í því að kennaranemar öðlist þekkingu á ólíkum faggreinum og námssviðum, kynnist nýjustu rannsóknum og kenningum á sviði menntavísinda og þjálfist í aðferðum til að rannsaka og ígrunda eigið starf. Hagnýti þáttur námsins snýr þá að því að læra um aðferðir og verkfæri sem nýtast í kennslu, og að nemendur fái ríkuleg tækifæri til starfsnáms í skólum undir leiðsögn starfandi kennara. Í raun er erfitt að greina mun á því sem telst fræðilegt og þess sem teljast mætti hagnýtt. Menntarannsóknir snúast ekki síst um það að greina, skilja og meta áhrif ólíkra kennslu- og starfshátta, og leiða til þekkingar sem varpar ljósi á þau flóknu öfl sem móta nám og kennslu.

Því fer fjarri að menntun kennara ljúki við útskrift úr formlegu námi. Starfsþróun er ekki jaðarverkefni heldur þungamiðja kennarastarfsins og þegar vel tekst til, er það veigamikill þáttur í að gera kennara ánægða, sterka og sátta í starfi. Í þeim efnum vill Menntavísindasvið Háskóla Íslands gjarnan leggja enn þyngri lóð á vogarskálarnar í samstarfi við sína bandamenn.

Veit kennari af ánægju þinni?

Samkvæmt alþjóðlegri viðhorfskönnun (TALIS) sem íslenskir kennarar og skólastjórnendur taka þátt í, kemur fram að þeir fá harla litla endurgjöf og hrós fyrir störf sín. Líklega endurspeglar það þá staðreynd að Íslendingar eru almennt óduglegir við að hrósa hver öðrum. Ég vil hvetja alla landsmenn til að veita störfum kennara athygli í vetur, láta í ljós ánægju sína með vel unnin störf, sýna störfum kennara áhuga og hvetja þá áfram í þeirra mikilvægu verkefnum. Við Íslendingar treystum kennurum til að skapa námsumhverfi þar sem að börn og unglingar geta látið drauma sína rætast, geta byggt á styrkleikum sínum og fá tækifæri til að hafa áhrif á eigið nám. Það er bæði margslungið og skapandi verkefni sem krefst áhuga, hvatningar og stuðnings okkar allra. Kennarar, til hamingju með daginn.

Greinin birtist fyrst á visi.is

27 replies
 1. Zelma
  Zelma says:

  Thanks on your marvelous posting! I truly enjoyed reading it, you could
  be a great author.I will be sure to bookmark your blog and may come
  back very soon. I want to encourage you continue your great job, have a nice day!

  Svara
 2. Refugio
  Refugio says:

  I was curious if you ever considered changing the structure of your site?
  Its very well written; I love what youve got to say.
  But maybe you could a little more in the way of content so people could connect with it better.
  Youve got an awful lot of text for only having one
  or two images. Maybe you could space it out better?

  Review my page :: 918kaya malaysia (Refugio)

  Svara
 3. king855 download
  king855 download says:

  Hello there! This is kind of off topic but I need some advice from an established blog.
  Is it hard to set up your own blog? I’m not very techincal but I can figure things out
  pretty fast. I’m thinking about creating my own but I’m not sure where
  to start. Do you have any ideas or suggestions? Thanks

  Feel free to visit my blog … king855 download

  Svara
 4. home ok388 download
  home ok388 download says:

  My programmer is trying to persuade me to move to .net
  from PHP. I have always disliked the idea because
  of the costs. But he’s tryiong none the less. I’ve been using
  WordPress on numerous websites for about a year and am worried about switching to another platform.

  I have heard good things about blogengine.net.
  Is there a way I can import all my wordpress posts into it?
  Any help would be really appreciated!

  Feel free to surf to my website – home ok388 download

  Svara
 5. sky777 test
  sky777 test says:

  I’ve been browsing online more than three hours today, yet I never found any interesting article like yours.

  It is pretty worth enough for me. Personally, if all web
  owners and bloggers made good content as you did, the web will be much more useful than ever before.

  Have a look at my web site – sky777 test

  Svara
 6. Thad
  Thad says:

  First off I would like to say excellent blog! I had
  a quick question that I’d like to ask if you
  don’t mind. I was curious to find out how you center yourself
  and clear your thoughts prior to writing. I have had difficulty clearing my thoughts in getting my thoughts out.
  I truly do enjoy writing but it just seems like
  the first 10 to 15 minutes are generally lost just trying to figure out how
  to begin. Any suggestions or hints? Appreciate it!

  my homepage id test untuk 918kiss 2 (Thad)

  Svara
 7. jackpot greatwall99
  jackpot greatwall99 says:

  Just wish to say your article is as astonishing. The clarity in your post is just excellent and that i could suppose you are an expert on this subject.
  Well together with your permission allow me to snatch your RSS feed to keep up to date with impending post.
  Thanks a million and please keep up the enjoyable work.

  Also visit my blog post: jackpot greatwall99

  Svara
 8. wm casino
  wm casino says:

  I think this is one of the most important information for
  me. And i am glad reading your article. But want
  to remark on some general things, The website style is wonderful, the articles is
  really excellent : D. Good job, cheers

  Feel free to surf to my web blog: wm casino

  Svara
 9. 918kiss-m.com
  918kiss-m.com says:

  This design is incredible! You definitely know how to keep a reader amused.
  Between your wit and your videos, I was almost moved to start my own blog (well, almost…HaHa!) Excellent job.

  I really loved what you had to say, and more than that, how you presented it.
  Too cool!

  Here is my homepage; jackpot lpe88 (918kiss-m.com)

  Svara
 10. rollex11apk download
  rollex11apk download says:

  May I simply say what a relief to find someone who actually knows what they are talking about on the net.
  You actually know how to bring a problem to light and make
  it important. More and more people really need to read this
  and understand this side of the story. I was surprised you are not more popular
  because you most certainly have the gift.

  Here is my page; rollex11apk download

  Svara
 11. 918ki
  918ki says:

  I’m not sure why but this website is loading incredibly slow for me.
  Is anyone else having this issue or is it a issue on my end?
  I’ll check back later on and see if the problem still exists.

  Feel free to visit my website – 918ki

  Svara
 12. daftar situs judi slot online terpercaya
  daftar situs judi slot online terpercaya says:

  Greetings from Idaho! I’m bored to death at work so I decided
  to browse your site on my iphone during lunch break. I enjoy the information you provide here and can’t wait to take a look when I get home.

  I’m surprised at how fast your blog loaded on my mobile ..
  I’m not even using WIFI, just 3G .. Anyways, wonderful site!

  Svara
 13. Rafaela
  Rafaela says:

  We are a gaggle of volunteers and opening a brand new scheme in our community.
  Your web site provided us with valuable info to work on. You
  have done an impressive activity and our entire group can be thankful to you.

  Svara

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *