Komdu að kenna er vettvangur til að vekja athygli á störfum kennara á öllum skólastigum, veita innsýn í störf þeirra og hvetja fólk til að fara í kennaranám. Kennó – félag kennaranema við Háskóla Íslands hratt verkefninu af stað með það að meginmarkmiði að hvetja til jákvæðrar umræðu um störf kennara.
Verkefnið hófst síðla árs 2016 þegar framleidd voru stutt myndbönd þar sem kennaranemar og starfandi leik- og grunnskólakennarar voru kynntir til leiks. Verkefnið hefur fengið frábærar viðtökur og í dag er Komdu að kenna sameiginleg regnhlíf allra háskóla sem bjóða upp á kennaranám.
Komdu og vertu með!
Komdu og kveiktu neista!
Komdu að kenna!