Háskóli Íslands
Kennaranám veitir traustan undirbúning fyrir lifandi starf sem sífellt býður upp á ný og mikilvæg viðfangsefni. Kennaranemar öðlast þekkingu á námi og kennslu og fá tækifæri til að sérhæfa sig á ólíkum sviðum eftir áhuga og ástríðu þeirra. Kennaranám hefur tekið breytingum síðustu árin, þær helstu eru þessar:
– Á 5. ári geta kennaranemar verið í launuðu starfsnámi, starfi þeir í skóla.
– Við útskrift hafa kennarar heimild til að kenna í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
– Í meistaranámi geta kennaranemar valið milli þess að skrifa rannsóknarritgerð (M.Ed.) eða dýpka sig með námskeiðum í tilteknu viðfangsefni sem þeir hafa ástríðu fyrir (MT).
Upplýsingar um hvatningarstyrki stjórnvalda til kennaranema sem ljúka meistaranámi.
Umsóknarfrestur um hvatningarstyrkina er til 29. júní.
Námsleiðir
Leikskólakennaranám
Grunnskólakennaranám
Framhaldsskólakennaranám
Íþróttakennaranám
Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans (aðeins á meistarastigi)
Menntunarfræði, tveggja ára nám til kennsluréttinda fyrir þá sem þegar hafa BA gráðu eða BS gráðu í faggrein sem tengist námssviðum leikskóla eða faggreinum grunnskóla.
Lengd námsins
Grunnnám á bakkalárstigi er 180 einingar og tekur að jafnaði þrjú ár.
MT og M.Ed.-nám er 120 einingar og tekur að jafnaði tvö ár.
Gráða
Kennaranám er fimm ára nám og nemendur ljúka með MT gráðu eða M.Ed. gráðu. Munurinn er sá að í MT leiðinni skrifa nemendur ekki rannsóknarritgerð á lokaári. Báðar gráður veita leyfisbréf með heimild til kennslu á öllum skólastigum, en hver og einn kennaranemi sérhæfir sig í ákveðnu skólastigi eða faggrein.
Unnt er að taka samfellt fimm ára kennaranám á Menntavísindasviði eða ljúka fyrst bakkalárprófi (BA eða BS gráðu) og bæta svo við sig tveggja ára námi í kennslu- og menntunarfræði.