ERT ÞÚ EFNI Í GÓÐAN KENNARA?

Komdu að kenna!

Kennarastarfið felur í sér tækifæri til að kveikja neista og virkja börn og ungmenni svo þau fái notið krafta sinna og styrkleika. Kennarar fylgjast með börnum og ungmennum vaxa, fræðast, skapa, skilja, vinna saman og leika. Starf kennarans er fjölbreytt teymisvinna og starfstækifærin eru um allt land – og allan heim.

Ef þú velur kennslu þá er þrennt bókað:

  • Þú vinnur í þéttu teymi með kennurum og fólki með fjölbreyttan bakgrunn
  • Það verður alltaf líflegt á þínum vinnustað
  • Vélmenni munu aldrei koma í þinn stað!

Kennarar gegna mikilvægasta starfinu í samfélaginu.
Við vinnum að því að bæta starfsumhverfi þeirra
og skapa þjóðarsátt um menntamál á Íslandi.

– Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Hvernig kennari vilt þú verða?

Fjórir háskólar bjóða upp á kennaranám á Íslandi og valkostirnir eru nánast endalausir. Viltu verða leikskólakennari? Veldu úr þremur háskólum! Ertu með BA eða BS gráðu? Veldu úr þremur háskólum til að bæta við þig kennslu- og menntunarfræði á meistarastigi! Viltu verða listgreinakennari eða íþróttakennari? Þú getur valið úr mörgum leiðum!

Möguleikar í kennaranámi hafa aldrei verið opnari: Kennaranemar útskrifast með leyfisbréf sem veitir þeim heimild til kennslu á öllum skólastigum og á lokaárinu geta þeir sinnt launuðu starfsnámi, ef þeir starfa í skóla. Í meistaranáminu geta þeir svo valið um að skrifa lokaritgerð eða dýpka sig með námskeiðum í kennslu- og menntunarfræði.

VILT ÞÚ VERÐA KENNARI?

Ný lög um kennaranám fjölga tækifærum kennara umtalsvert því þeir fá eitt leyfisbréf með heimild til að kenna í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Kennaranemar munu þó áfram sérhæfa sig í kennslu, t.d. á leikskólastigi, í yngri barna kennslu í grunnskóla, eða til að kenna eldri börnum og ungmennum ákveðnar faggreinar, listgreinar eða íþróttir.

Allir kennaranemar, óháð því hvort þeir velja MT eða M.Ed fá styrk að upphæð allt að 800.000 krónur. Styrkurinn er frá mennta- og menningarmálaráðherra og er greiddur út í tvennu lagi.

Viltu skrifa ritgerð eða ljúka náminu með námskeiðum? 

Á lokaári kennaranáms geta nemendur verið í launuðu starfsnámi, ef þeir starfa í skóla. Þeir eru einnig í fjölbreyttu vettvangsnámi allan námstímann. Kennaranemar geta valið á milli þess að skrifa rannsóknarritgerð í meistaranáminu eða styrkja sig í kennslu- og menntunarfræðum og námskeiðum sem þeir velja sjálfir eftir áhuga og ástríðu.

Með kennaranámi styrkir þú stöðu þína á vinnumarkaði bæði hér á landi sem og erlendis, en kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám. Starfið veitir fólki dýrmætt tækifæri til að starfa í teymum að uppbyggingu samfélagsins, í krefjandi, líflegu og síbreytilegu starfi kennarans.

„Ég man sérstaklega eftir einni konu sem kenndi mér. Kennarinn minn í átta ára bekk er mér til dæmis minnisstæð, hún var nýkomin úr námi (held ég) og hafði ótæmandi áhuga á að nýta alls kyns nýjar aðferðir við nám og kennslu. Hjá henni kynntist ég fyrst því sem ég lærði seinna að hét einstaklingsmiðuð námskrá en hún lét okkur gera vikuáætlanir þar sem við áttum að setja okkur einstaklingsbundin markmið í náminu.“

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

„Í grunnskólanum fékk ég sérkennslu í íslensku þar sem mér gafst tækifæri til að spyrja, oft spurninga sem ég taldi heimskulegar, og fá svör og kennslu í næði. Kennarar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að hjálpa nemendum að aðlagast nýju samfélagi. Ég er kennurum mínum ævinlega þakklát fyrir að hafa hjálpað mér við það.“

Ragna Sigurðardóttir
Ragna Sigurðardóttir

„Að öðrum kennurum ólöstuðum þá var uppáhaldskennarinn minn í Kársnesskóla án efa hún Þórunn Björnsdóttir, oftast kölluð Tóta kórstjóri. Hún kenndi okkur að lesa nótur og syngja jafnt einföld þjóðlög sem flókin tónverk. Hún kenndi strákunum að haga sér og okkur stelpunum að vera svolítið óþekkar, öll urðum við betri fyrir vikið.“

Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir

„Kennarastarfið er tvímælalaust eitt það mikilvægasta í samfélaginu. Farsæld komandi kynslóða er undir því komin að kennaranemar fái bestu menntun og þjálfun sem völ er á, að kennarastarfið sé eftirsótt, njóti virðingar og að hlúð sé að starfsvettvangi kennara.“

Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson