Umsóknarfrestur í kennaranám
5. júní - Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri
Komdu að kenna
Komdu að kenna er vettvangur til að vekja athygli á störfum kennara á öllum skólastigum, veita innsýn í störf þeirra og hvetja fólk til að fara í kennaranám
Sjá nánar
Miðlaðu þínum hæfileikum
Kennaranemar velja sérhæfingu í námi sínu en halda svo í raun áfram að læra alla starfsævina. Fá störf bjóða upp á jafn fjölbreytta starfsþróun og teymisvinnu, á jafn líflegum og fjölmennum vinnustöðum.
Sjá nánar
Fjölbreyttir starfsstaðir
Fjórir háskólar bjóða upp á kennaranám og margar leiðir eru færar til að verða kennari í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Sjá nánar
Hafðu áhrif
Kennaranám er eins fjölbreytt og starf kennarans! Það eru margar leiðir til þess að verða kennari. Sumir hafa vitað alla ævi að kennsla væri þeirra framtíðarstarf og fara í fimm ára kennaranám, aðrir bæta svo við námi í kennslu-og menntunarfræði og fá kennsluréttindi til að miðla ástríðu sinni til framtíðarkynslóða.
Sjá nánar
Hvaða nám hentar þér?
Fjórir háskólar bjóða upp á kennaranám á Íslandi og valkostirnir eru nánast endalausir. Viltu verða leikskólakennari? Veldu úr þremur háskólum! Ertu með BA eða BS gráðu? Veldu úr þremur háskólum til að bæta við þig kennslu- og menntunarfræði á meistarastigi! ERtu með meistaragráðu í grein sem þú vilt kenna? Bættu við einu ári á meistarastigi og fáðu kennsluréttindi. Þú getur valið úr mörgum leiðum!
Sjá nánar
Previous
Next

Ert þú efni í góðan kennara?

Komdu að kenna!

Kennarastarfið felur í sér tækifæri til að kveikja neista og virkja börn og ungmenni svo þau fái notið krafta sinna og styrkleika. Kennarar fylgjast með börnum og ungmennum vaxa, fræðast, skapa, skilja, vinna saman og leika. Starf kennarans er fjölbreytt teymisvinna og starfstækifærin eru um allt land – og allan heim.

Ef þú velur kennslu þá er þrennt bókað:

  • – Þú vinnur í þéttu teymi með kennurum og fólki með fjölbreyttan bakgrunn
  • – Það verður alltaf líflegt á þínum vinnustað
  • – Vélmenni munu aldrei koma í þinn stað!

Hvernig kennari vilt þú verða?

Fjórir háskólar bjóða upp á kennaranám á Íslandi og valkostirnir eru nánast endalausir. Viltu verða leikskólakennari? Veldu úr þremur háskólum! Ertu með BA eða BS gráðu? Veldu úr þremur háskólum til að bæta við þig kennslu- og menntunarfræði á meistarastigi! Viltu verða listgreinakennari eða íþróttakennari? Þú getur valið úr mörgum leiðum!

Möguleikar í kennaranámi hafa aldrei verið opnari: Kennaranemar útskrifast með leyfisbréf sem veitir þeim heimild til kennslu á öllum skólastigum og á lokaárinu geta þeir sinnt launuðu starfsnámi, ef þeir starfa í skóla. Í meistaranáminu geta þeir svo valið um að skrifa lokaritgerð eða dýpka sig með námskeiðum í kennslu- og menntunarfræði.

Vilt þú verða kennari?

Nýleg lög um kennaranám fjölga tækifærum kennara umtalsvert því þeir fá eitt leyfisbréf með heimild til að kenna í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Kennaranemar munu þó áfram sérhæfa sig í kennslu, t.d. á leikskólastigi, í yngri barna kennslu í grunnskóla, eða til að kenna eldri börnum og ungmennum ákveðnar faggreinar, listgreinar eða íþróttir.

fViltu skrifa ritgerð eða ljúka náminu með námskeiðum?

Á lokaári kennaranáms geta nemendur verið í launuðu starfsnámi, ef þeir starfa í skóla. Þeir eru einnig í fjölbreyttu vettvangsnámi allan námstímann. Kennaranemar geta valið á milli þess að skrifa rannsóknarritgerð í meistaranáminu eða styrkja sig í kennslu- og menntunarfræðum og námskeiðum sem þeir velja sjálfir eftir áhuga og ástríðu.

Með kennaranámi styrkir þú stöðu þína á vinnumarkaði bæði hér á landi sem og erlendis, en kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám. Starfið veitir fólki dýrmætt tækifæri til að starfa í teymum að uppbyggingu samfélagsins, í krefjandi, líflegu og síbreytilegu starfi kennarans.