Entries by Ingunn Eyþórsdóttir

Í hvað erum við að flýta okkur?

Höfundur er Ingvi Hrannar Ómarsson. Hann er kennari og forsprakki UTÍS-hópsins sem er handhafi hvatningarverðlauna Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020. Fullt heiti greinar: Í hvað erum við að flýta okkur? Ofuráhersla á bóklega færni ungra barna dregur úr hæfni þeirra í því sem mestu máli skiptir. Við höfum öll takmarkaðan tíma og það hvernig við notum […]

Ekki vera fiskur!

Höfundur er Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, […]

Margslungið og skapandi hlutverk kennarans

Höfundur er Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Í dag er alþjóðadagur kennara. Mikilvægi kennarastarfsins er óumdeilt og hvert það samfélag sem kappkostar að hlúa vel að kennurum allra skólastiga mun uppskera ríkulega. Á tímum örra breytinga er hlutverk kennarans í sífelldri þróun, og í raun má segja að aldrei hafi verið jafn mikil […]

Menntun er ekki gripin upp úr götunni

Höfundur er Ingimar Ólafsson Waage, aðjúnkt, myndlistamaður og starf­andi fag­stjóri sjón­lista í list­kennslu­deild Listaháskóla Íslands. Flestum er mik­il­vægi mennt­unar ljóst. Menntun er horn­steinn sam­fé­laga, það er með menntun sem þjóðum tekst að ná tökum eigin vel­ferð, taka sér á hendur ábyrgð á eigin til­veru; menntun er þannig lífs­nauð­syn­leg ef þjóðir vilja hafa eitt­hvað um það […]

Leikskólakennari – besta starf í heimi!

Höfundur er Magnús Hilmar Felixson, leikskólakennari.  Starf á leik­skólum er gef­andi starf sem færir manni ný ævin­týri á hverjum degi þar sem eng­inn dagur er eins. Börn eru sannir gleði­gjafar og sýna manni alltaf hvernig þeim raun­veru­lega líður hverju sinni. Þau eru hrein­skilin og sjá heim­inn með aðeins öðru­vísi augum en við sem erum full­orð­in. […]

Það er leikur að læra

Höfundur er Helena Sjörup Eiríksdóttir, nemandi í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri Áhugi minn á leikskólakennarastarfinu kviknaði þegar ég var barn, mér þótti gaman að vera í kringum börn og gekk vel að passa börn annarra. Þegar ég gekk fram hjá leikskólanum á leið heim úr skóla fannst mér alltaf svo mikið líf og fjör […]

Hvaða máli skiptir menntun?

Höfundur er Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Þessi spurn­ing virð­ist fremur fánýt og ef til vill óþörf. Hver myndi halda því fram að menntun skipti litlu sem engu máli? Við þurfum ekki nema að huga að eigin lífs­ferli til að átta okkur á þeim áhrifum sem kenn­arar og mennta­stofn­anir hafa haft á líf […]

Ekki sitja og bíða og vona

Höfundur er Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík Starf íþrótta­kenn­ara er í senn fjöl­breytt, krefj­andi og spenn­andi. Hver dagur hefur sínar áskor­anir og sjar­ma, enda bygg­ist kennslan á hæfni í mann­legum sam­skiptum við börn og ungt fólk í mót­un. Í skóla­kerf­inu fáum við ein­stakt tæki­færi til að stíga inn sem jákvæðar fyr­ir­myndir varð­andi […]

Áhrifavaldarnir – vegna þeirra er ég hér

Höfundur er Sólveig María Árnadóttir, meistaranemi í menntunarfræðum við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. „Mamma fer alveg að koma, mamma fer alveg að verða búin í vinnunni, vittu til,“ sögðu leikskólakennararnir hughreystandi við litlu grátandi stúlkuna á leikskólanum Smábæ í Hrísey. Hún var í eðli sínu þrjósk og ekki tilbúin að trúa hverju sem er (hvorki […]