„Ég man sérstaklega eftir einni konu sem kenndi mér. Kennarinn minn í átta ára bekk er mér til dæmis minnisstæð, hún var nýkomin úr námi (held ég) og hafði ótæmandi áhuga á að nýta alls kyns nýjar aðferðir við nám og kennslu. Hjá henni kynntist ég fyrst því sem ég lærði seinna að hét einstaklingsmiðuð námskrá en hún lét okkur gera vikuáætlanir þar sem við áttum að setja okkur einstaklingsbundin markmið í náminu.“ Katrín Jakobsdóttir