• KOMDU AÐ KENNA

  • HVAÐA NÁM HENTAR ÞÉR?


    Kennaranám
  • HVERNIG VERÐUR ÞÍN SKÓLASTOFA?

  • FJÖLBREYTTIR STARFSTAÐIR

  • MIÐLAÐU ÞÍNUM HÆFILEIKUM

ERT ÞÚ EFNI Í GÓÐAN KENNARA?

Komdu að kenna!

Að starfa við kennslu er tækifæri til að virkja og valdefla ungt fólk til þess að mennta sig og fræðast, skapa og skilja, leika og læra. Starf kennarans er fjölbreytt, enda fjölmörg fög sem borin eru á borð nemenda og mýmargar menntastofnanir um allt land. Með því að gerast kennari getur þú alltaf fundið eitthvað við þitt hæfi!

Kennarar gegna mikilvægasta starfinu í samfélaginu.
Við vinnum að því að bæta starfsumhverfi þeirra
og skapa þjóðarsátt um menntamál á Íslandi.

-Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra

Hvernig kennari vilt þú verða?

Fjórir háskólar bjóða upp á kennaranám á Íslandi og valkostirnir eru nánast endalausir. Langar þig að sérhæfa þig í sérkennslu? Ekkert mál! Viltu verða íþróttakennari? Veldu úr þremur háskólum! Viltu efla skapandi hugsun nemenda í gegnum listkennslu? Frábært – þú getur valið úr mörgum leiðum! Ertu með bakkalársgráðu? Bættu við þig kennsluréttindum!

Skoðaðu all möguleikana í kennslufræði og menntavísindum.

ÉG MAN

„Ég man sérstaklega eftir einni konu sem kenndi mér. Kennarinn minn í átta ára bekk er mér til dæmis minnisstæð, hún var nýkomin úr námi (held ég) og hafði ótæmandi áhuga á að nýta alls kyns nýjar aðferðir við nám og kennslu. Hjá henni kynntist ég fyrst því sem ég lærði seinna að hét einstaklingsmiðuð námskrá en hún lét okkur gera vikuáætlanir þar sem við áttum að setja okkur einstaklingsbundin markmið í náminu.“

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

„Í grunnskólanum fékk ég sérkennslu í íslensku þar sem mér gafst tækifæri til að spyrja, oft spurninga sem ég taldi heimskulegar, og fá svör og kennslu í næði. Kennarar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að hjálpa nemendum að aðlagast nýju samfélagi. Ég er kennurum mínum ævinlega þakklát fyrir að hafa hjálpað mér við það.“

Ragna Sigurðardóttir
Ragna Sigurðardóttir

„Að öðrum kennurum ólöstuðum þá var uppáhaldskennarinn minn í Kársnesskóla án efa hún Þórunn Björnsdóttir, oftast kölluð Tóta kórstjóri. Hún kenndi okkur að lesa nótur og syngja jafnt einföld þjóðlög sem flókin tónverk. Hún kenndi strákunum að haga sér og okkur stelpunum að vera svolítið óþekkar, öll urðum við betri fyrir vikið.“

Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir

„Kennarastarfið er tvímælalaust eitt það mikilvægasta í samfélaginu. Farsæld komandi kynslóða er undir því komin að kennaranemar fái bestu menntun og þjálfun sem völ er á, að kennarastarfið sé eftirsótt, njóti virðingar og að hlúð sé að starfsvettvangi kennara.“

Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson