KOMDU AÐ KENNA

UM VERKEFNIÐ

Komdu að kenna er vettvangur til að vekja athygli á störfum kennara á öllum skólastigum og veita innsýn í heim kennaranema. Kennó – félag kennaranema við Háskóla Íslands stendur að verkefninu sem hefur það meginmarkmið að auka jákvætt umtal um störf kennara.

Komdu og vertu með!

ÉG MAN

VILT ÞÚ VERÐA KENNARI?

Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar og þar eru kennarar í lykilhlutverki. Það er hægt að velja margar leiðir til að verða kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Kennaranemum gefst kostur á að sérhæfa sig í náminu sem stuðlar að aukinni fagmennsku og ánægju í starfi.

Við Háskóla Íslands er boðið upp á fjölbreytt og metnaðarfullt nám fyrir verðandi kennara. Nemendur læra um nám og þroska, uppeldi og menntun frá sjónarhóli menntunarfræði, sálfræði, félagsfræði, heimspeki og siðfræði.

Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir. Starfið veitir fólki tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu samfélagsins til framtíðar.