Umsóknarfrestur í kennaranám
15. apríl - Háskóli Íslands
30. apríl - Háskólinn í Reykjavík
15. maí - Listaháskóli Íslands
5. júní - Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri
Komdu að kenna
Komdu að kenna er vettvangur til að vekja athygli á störfum kennara á öllum skólastigum, veita innsýn í störf þeirra og hvetja fólk til að fara í kennaranám
Sjá nánar
Miðlaðu þínum hæfileikum
Kennaranemar velja sérhæfingu í námi sínu en halda svo í raun áfram að læra alla starfsævina. Fá störf bjóða upp á jafn fjölbreytta starfsþróun og teymisvinnu, á jafn líflegum og fjölmennum vinnustöðum.
Sjá nánar
Fjölbreyttir starfsstaðir
Fjórir háskólar bjóða upp á kennaranám og margar leiðir eru færar til að verða kennari í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla eða listaskóla.
Sjá nánar
Hafðu áhrif
Kennaranám er eins fjölbreytt og starf kennarans! Það eru margar leiðir til þess að verða kennari. Sumir hafa vitað alla ævi að kennsla væri þeirra framtíðarstarf og fara í fimm ára kennaranám, aðrir mennta sig í öðru á bakkalárstigi en bæta svo við tveimur árum í kennslu- og menntunarfræði til að fá tækifæri til að miðla ástríðu sinni til framtíðarkynslóða..
Sjá nánar
Hvaða nám hentar þér?
Fjórir háskólar bjóða upp á kennaranám á Íslandi og valkostirnir eru nánast endalausir. Viltu verða leikskólakennari? Veldu úr þremur háskólum! Ertu með BA eða BS gráðu? Veldu úr þremur háskólum til að bæta við þig kennslu- og menntunarfræði á meistarastigi! Viltu verða listgreinakennari eða íþróttakennari? Þú getur valið úr mörgum leiðum!
Sjá nánar
Previous
Next